Löndun og verkun loðnuhrogna gengur vel í Vestmannaeyjum þessa dagana en farið er að líða á lokasprettinn á loðnuvertíðinni. Unnið er á vöktum allan sólarhringinn hjá Ísfélaginu í Vestamannaeyjum, en verkun gengur hægar með hrogn því tímafrekara er að flokka og kreista hrognin.
Veðrið hefur verið mjög hagstætt til veiða síðustu daga í Eyjum og útlit er fyrir að áfram verði gott veður. Kvótinn er nú langt kominn og eru menn bjartsýnir á að takist að ná því sem bætt var við og telja menn að vertíðinni muni ljúka í lok vikunnar eða fram yfir næstu helgi.