Grunaður um ölvun við skipstjórn

Lögreglan á Vestfjörðum handtók í gærmorgun skipstjóra á dagróðrabáti vegna gruns um ölvun en báturinn var þá nýlagstur að bryggju eftir stuttan róður á miðin. Tveir voru í áhöfn bátsins. Fátítt er að skipstjórnendur séu handteknir vegna gruns um ölvun.

Að sjálfsögðu er bannað að sigla undir áhrifum áfengis, bæði með ákvæðum í siglingalögum og áfengislögum. Í 238. grein siglingalaga segir að enginn megi stjórna eða reyna að stjórna skipi, stjórna skipaferðum eða veita öryggisþjónustu vegna skipaferða ef hann er undir áhrifum áfengis. Mörkin eru dregin við 0,5 prómill vínanda í blóði en sé magnið svo mikið eða meira telst viðkomandi óhæfur skipstjórnandi. Þessi ákvæði eiga við um stjórnendur sérhvers fljótandi fars, óháð lengd eða knúningsmáta.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert