Hálkublettir á vegum um allt land

Hálkublettir eru á Hellisheiði, Þrengslum og á Sandskeiði. Hálka og hálkublettir eru um allt land, þó er snjóþekja á nokkrum leiðum í flestum landshlutum, segir í tilkynningu frá Vegagerðinni.

Vegna framkvæmda á Hringvegi 1 í Borgarnesi er umferð beint um hjáleið.

Vegna vinnu við boranir í norðanverðum Hvalfjarðargöngum eru vegfarendur beðnir að taka tillit til hraðtakmarkana og fara sérstaklega gætilega í kringum starfsmenn sem eru við störf.

Vegna framkvæmda við tvöföldun Reykjanesbrautar er nauðsynlegt að sýna þar aðgát. Mikilvægt er að fara varlega við framhjáhlaup við Voga, Grindavíkurveg og Njarðvík og ber ökumönnum að virða hraðatakmarkanir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert