Hannes og Hao efstir

Hann­es Hlíf­ar Stef­áns­son er efst­ur ásamt kín­verska stór­meist­ar­an­um Wang Hao á Alþjóðlega Reykja­vík­ur­mót­inu í skák. Hann­es sigraði ísra­elska stór­meist­ar­ann Victor Mik­halevski í gær og hef­ur því hlotið 6,5 vinn­inga ásamt Wang Hao. Björn Þorfinns­son sigraði lett­neska stór­meist­ar­ann Nor­munds Miez­is en með frammistöðu sinni hef­ur Björn náð sín­um þriðja áfanga að alþjóðleg­um meist­ara­titli og hef­ur þegar farið yfir 2.400 skák­stig.

Skák­mót­inu lýk­ur í dag, 11. mars.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert