Meistarans minnst

Boris Spasskí leggur blómsveig á leiði Fischers
Boris Spasskí leggur blómsveig á leiði Fischers mbl.is/Guðmundur Karl

Stórmeistararnir, sem taka þátt í minningarmóti um Bobby Fischer, vitjuðu grafar hans í Laugardælakirkjugarði í dag.  Boris Spasskí, sem tefldi heimsmeistaraeinvígið við Fishcer í Reykjavík árið 1972,  lagði blómsveig á leiði  Fischers.

Ásamt Spasskí voru Lajos Portisch, Pal Benkö, Vlastimil Hort, William Lombardy og Friðrik Ólafsson í kirkjugarðinum.

Stórmeistararnir komu til landsins til að heiðra minningu Bobby Fischers á 65. afmælisdegi hans. Þeir Benkö, Hort, Friðrik og Portisch tefla í minningarmótinu en Spasskí og Lombardy stýra því og skýra skákirnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert