Karlmanni var í Héraðsdómi Suðurlands í morgun gert að greiða 570 þúsund krónur í sekt fyrir að brugga áfengi á heimili sínu í Þorlákshöfn á síðasta ári. Ákvörðun refsingar konu sem einnig var ákærð í málinu var frestað þannig að hún fellur niður að tveimur árum liðnum ef konan heldur almennt skilorð.
Gerðir voru upptækir 115 lítrar af 43% áfengi og 27,9 lítrar af 54% áfengi. Einnig voru eimingartæki, tankar, síubúnaður, kælidæla og fjórir plastbrúsar, sem fundust á heimili fólksins, gerð upptæk.