Stúdentshúfur: Slegist um stúdentshúfur

„Við vorum að svekkja okkur á því síðasta vor að þurfa að borga hátt í 7000 krónur fyrir húfurnar,“ segir Sigþór Steinn Ólafsson en hann hefur ásamt Steinari Atla Skarphéðinssyni og Þorgils Helgasyni staðið í innflutningi á stúdentshúfum frá Kína. Tveir þeirra eru nýstúdentar en einn stefnir á útskrift í vor. Búast þeir við að geta lækkað verð um 30-40%.

Sigþór segir markmið þeirra að skapa samkeppni og bæta með því kjör nemenda en verslunin P. Eyfeld hefur setið ein að stúdentshúfusölu undanfarna áratugi.

Sambærileg vara

Sigþór segir félagana búna að setja sig í samband við skólana, þeir bjóða hins vegar ekki upp á mælingu heldur verða þeir með 4 staðlaðar stærðir. Húfurnar sem félagarnir bjóða upp á segir Sigþór alveg eins og klassískar íslenskar stúdentshúfur. Þeir eru búnir að láta steypa fyrir sig bæði stjörnur og der. „Ef eitthvað er er hún bara í meiri gæðum, þetta er alveg sambærileg vara,“ segir hann.

Steinþór segir fjármögnun verkefnisins hafa gengið vel en þeir hafa stofnað fyrirtækið SÞ stúdentshúfur utan um verkefnið.

Um 2500 stúdentar eru útskrifaðir á ári en Sigþór segir þá ekki hafa neitt mark heldur bara að skapa samkeppni. „Við viljum vera þátttakendur í lífinu, ekki bara horfa á.“

Samkeppni er alltaf samkeppni

„Þetta er náttúrulega samkeppni. Samkeppni er alltaf samkeppni,“ segir Pétur hjá P Eyfeld en hann hafði ekki heyrt af samkeppninni þegar 24 stundir höfðu samband við hann í gær.

„Þetta hefur nú svosem verið reynt áður en það hefur yfirleitt verið dýrara en hjá okkur,“ segir hann en P Eyfeld saumar húfurnar hérlendis.

Pétur segist búinn að fara í flesta skóla og taka niður pantanir. „Það undrar mig mest ef þeir eru ekki farnir af stað að láta sauma. Það er útskrift í maí og ég hefði haldið að þeir þyrftu miklu meiri fyrirvara,“ segir hann.

Vantar eitthvað upp á?

Í hnotskurn
Árið 2006 voru útskrifaðir 2.452 stúdentar hérlendis. Hafi þeir allir keypt húfur á 6500 krónur hefur andvirði þeirra numið tæpum 16 milljónum.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert