Tvær bílveltur urðu með örskömmu millibili á sama stað á Biskupstungnabraut á þriðja tímanum í dag, samkvæmt upplýsingum lögreglunnar á Selfossi. Enginn mun hafa hlotið alvarleg meiðsl í veltunum.
Safnast hafði í snjóskafl á veginum þar sem velturnar urðu, og talið er að það hafi valdið því hvernig fór.
Þá greindi Selfosslögreglan frá því að maður hafi skorist illa á hendi er hann var að leggja þakplötur á sumarbústað í Vaðnesi í dag. Var maðurinn fluttur á sjúkrahús í Reykjavík þar sem hann gekkst undir aðgerð.