Vantar peninga til að ýta undir lífrænan búskap

Íslensk­ir bænd­ur bíða ekki í röðum eft­ir að geta hafið líf­ræn­an bú­skap. Ekki er næg­ur fjár­hags­leg­ur hvati til að fara út í slíkt hér á landi miðað við nú­gild­andi regl­ur. Ekki stend­ur þó á fag­legri þjón­ustu Bænda­sam­tak­anna, seg­ir formaður­inn, Har­ald­ur Bene­dikts­son, sem seg­ir óraun­hæft að ætla sér að ná því mark­miði sem sett hef­ur verið fram í þings­álykt­un­ar­til­lögu, að 15% fram­leiðslunn­ar verði vottuð líf­ræn að 12 árum liðnum. Í dag er hlut­fallið inn­an við 1%, líkt og fram kom í máli Ólafs Dýr­munds­son­ar land­nýt­ing­ar­ráðunaut­ar í Morg­un­blaðinu í gær.

„Menn eiga ekki að vera að binda sig við pró­sentu­töl­ur. Það er vissu­lega þörf á því að setja mark­mið og eðli­legt að við snú­um okk­ur að því að ýta und­ir áhuga á líf­rænni rækt­un,“ seg­ir Har­ald­ur 

 „Vanda­málið hef­ur verið það að menn hafa ekki verið að hafa það út úr líf­rænni fram­leiðslu sem þeir verða að fá til að geta staðið í þessu,“ seg­ir Har­ald­ur. Hann seg­ir áhuga á slíkri rækt­un ekki virðast vera mik­inn og ját­ar að ekki hafi nóg verið gert til að ýta und­ir hann. „En það hef­ur hins veg­ar ekk­ert staðið í vegi fyr­ir að menn fari út í slík­an bú­skap,“ seg­ir hann. „Ég get ímyndað mér að fólki finn­ist of lítið vera í pott­in­um fyr­ir þá bænd­ur sem vilja fara í nauðsyn­legt aðlög­un­ar­ferli. En við höf­um ein­fald­lega ekki haft meiri pen­inga. Ég er al­gjör­lega sam­færður um að við eig­um að reyna að lyfta und­ir þenn­an bú­skap. Mín til­finn­ing er sú að markaður­inn kalli eft­ir því.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert