Vill FMR áfram í Borgarnesi

Ingimundur Einar Grétarsson, forstöðumaður skrifstofu Fasteignamats ríkisins í Borgarnesi, hefur sent forsvarsmönnum sveitarfélaga á Vesturlandi og Vestfjörðum bréf vegna áforma um að leggja niður umdæmisskrifstofu FMR í Borgarnesi og segir ákvörðun þar að lútandi illa ígrundaða.

Í bréfi sínu segir Ingimundur m.a. að þjónustu við einstaklinga á viðkomandi svæði muni hraka til muna ef skrifstofunni verði lokað. Heildarrekstrarkostnaður skrifstofunnar vegna ársins 2007 hafi aðeins verið 2,46% af heildarrekstrarkostnaði stofnunarinnar vegna sama árs. Þeir þættir sem benda megi á að munu sparast við að leggja skrifstofuna niður snúi aðeins að rekstrarkostnaði vegna húsnæðis. Aðrir þættir muni ekki falla niður þó að skrifstofunni verði lokað og færa megi gild rök að því að einstaka rekstrarliðir muni hækka vegna flutningsins. Sá kostnaður sem falla muni niður vegna húsnæðis sé 1,5 milljónir kr.

Þá megi reikna með útgjaldaaukningu upp á allt að 400 þúsund kr. á ári vegna reksturs bifreiða og tapaðra vinnustunda.

Ef núverandi starfsmenn FMR í Borgarnesi þiggja ekki að vinna hjá FMR í Reykjavík muni mjög dýrmæt staðþekking glatast sem leiða mun til þess að lengri tíma tekur að vinna hvert verk.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert