Bæjarstjórnir Reykjanesbæjar og sveitarfélagsins Garðs hafa boðað til aukafundar í dag til að ræða afstöðu bæjarstjórnanna til álits Skipulagsstofnunar vegna álvers í Helguvík. Báðir fundirnir hefjast kl. 17:30.
Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, hefur sagt að ekkert sé því til fyrirstöðu að hægt verði að taka fyrstu skóflustunguna að nýju álveri síðar í þessum mánuði og hefja framkvæmdir formlega fyrir lok þessa mánaðar.
Hann segir að um sé að ræða 120-150
þúsund tonna álver í fyrsta áfanga, en samþykkt umhverfismat byggist á
250 þúsund tonna álveri.