Einhleypar konur í tæknifrjóvgun

Guðlaugur Þór Þórðarson
Guðlaugur Þór Þórðarson mbl.is/Ómar

Guðlaugur Þór Þórðarson, heilbrigðisráðherra, greindi frá því á Alþingi í dag að lög varðandi tæknifrjóvganir hjá einhleypum konum gætu breyst. Samkvæmt núgildandi lögum geta einhleypar konur ættleitt börn en ekki gengist undir tæknifrjóvganir. 

Nefnd sem skipuð var í október er að störfum og gerir Guðlaugur ráð fyrir að hún skili tillögum sínum til ráðherra í frumvarpsformi um eða eftir páska. Vonast hann eftir því að lögin geti tekið breytingum og gert einhleypum konum kleift, að gangast undir tæknfrjóvganir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert