Einn dæmdur og tveir sýknaðir af ákæru fyrir árás á lögreglu

Héraðsdómur Reykjavíkur
Héraðsdómur Reykjavíkur mbl.is/Þorkell

Héraðsdóm­ur Reykja­vík­ur hef­ur dæmt einn er­lend­an karl­mann í 60 daga skil­orðsbundið fang­elsi fyr­ir að ráðast á lög­reglu­menn sem voru við skyldu­störf á Lauga­vegi í Reykja­vík í janú­ar. Tveir aðrir er­lend­ir menn voru sýknaðir í mál­inu. Menn­irn­ir sátu all­ir um tíma í gæslu­v­arðhaldi og sættu síðan far­banni.

Mála­vext­ir voru þeir, að fjór­ir lög­reglu­menn, óein­kennisklædd­ir og á veg­um fíkni­efna­deild­ar lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu höfðu af­skipti af tveim­ur karl­mönn­um og einni konu vegna gruns um fíkni­efnam­is­ferli fyr­ir utan veit­ingastaðinn Monte Car­lo við Lauga­veg í Reykja­vík í janú­ar.

Lög­reglu­menn­irn­ir báru, að þeir hefðu verið að ræða við fólkið þegar þeir sáu hvar tveir bíl­ar voru stöðvaðir og út úr öðrum steig kona, sem gekk að lög­reglu­mönn­un­um. Var henni kynnt að um lög­regluaðgerð væri að ræða og hún beðin um að trufla ekki störf lög­reglu. Í sömu andrá hafi fimm karl­menn veist að lög­reglu­mönn­un­um með högg­um og spörk­um og ekki hætt þótt lög­reglu­menn­irn­ir sýndu þeim lög­reglu­skír­teini.

Í dómn­um seg­ir, að svo virðist sem einn er­lendu mann­anna og kon­an, sem var með þeim í öðrum bíln­um, hafi túlkað aðgerðir lög­reglu­mann­anna sem árás á hina kon­una og farið út úr bíln­um í þeim til­gangi að hjálpa henni.

Dóm­ur­inn taldi sannað að einn mann­anna hefði slegið tvo lög­reglu­menn. Hins veg­ar taldi dóm­ur­inn að ekki hefði komið fram lög­full sönn­un á að menn­irn­ir þrír hefðu slegið þriðja lög­reglu­mann­inn. Er m.a. vísað til þess að tveir fé­lag­ar mann­anna hefðu einnig verið á vett­vangi en þeir voru ekki ákærðir.

Menn­irn­ir báru að þeir hefðu ekki gert sér grein fyr­ir að það voru lög­reglu­menn sem þeir réðust á. Seg­ir dóm­ur­inn, veru­leg­ur vafi leiki á því hvort mann­in­um, sem fund­inn var sek­ur, hafi mátt vera ljóst að um var að ræða lög­reglu­menn þegar hann sló þá.

Maður­inn var ákærður fyr­ir brot gegn vald­stjórn­inni en dóm­ur­inn sak­felldi hann fyr­ir lík­ams­árás.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert