Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vinnur nú að því að taka út íbúahverfi þar sem bent hefur verið á hættur m.a. vegna hraðaksturs.
Átakið mun standa fram á vor og verða hverfi bæjarfélaganna tekin út skipulega.
Í dag stóð lögreglan fyrir almennu umferðareftirliti í Hamrahlíðinni þar sem bent hefur verið á hættu vegna hraðahindrunar, sem skólabörn í hverfinu telja vera gangbraut.