Lífræn ræktun skynsamleg

„Það er alveg rétt eins og fram hefur komið að stuðningur okkar við lífrænan landbúnað er hlutfallslega minni en í löndunum í kringum okkur,“ segir Einar Kristinn Guðfinnsson landbúnaðarráðherra og bendir á að meginástæðan fyrir því sé að fram að þessu hafi verið tiltölulega lítil eftirspurn eftir lífrænt ræktuðum vörum þótt það sé óðum að breytast.

 Ráðherra minnir á að í búnaðarlagasamningi sé kveðið á um greiðslur til styrkingar á lífrænt ræktuðum landbúnaðarvörum, en framundan er endurgerð samningsins. „Ég tel að það sé full ástæða til þess að við förum yfir það við þá samningagerð hvort við eigum að færa til áherslur, þannig að við aukum framlög til hins lífræna landbúnaðar í ljósi þess að eftirspurnin er vaxandi, en líka í ljósi þess að við vitum að áburðarverð fer hækkandi,“ segir Einar og tekur fram að líklegt sé að sú hækkun muni leiða til þess að fleiri bændur sýni því áhuga að stunda lífrænan landbúnað. Segir hann mikilvægt að hlutirnir séu skoðaðir í heild.

„Vilji menn stuðla að lífrænum landbúnaði, sem ég held að geti verið skynsamlegt í ljósi markaðsaðstæðna núna, þá er ljóst mál að inngrip ríkisins, t.d. í áburðarverð, myndi vinna gegn því markmiði.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert