Ráðherrar Samfylkingar mest áberandi í fjölmiðlum

Björgvin G. Sigurðsson.
Björgvin G. Sigurðsson. mbl.is/G. Rúnar

Ráðherrar Samfylkingarinnar voru virkastir sem viðmælendur ljósvakafjölmiðla á síðari hluta ársins 2007 þegar um var að ræða fréttir sem tengdust þeim eða ráðuneyti þeirra. Þetta er niðurstaða könnunar Fjölmiðlavaktarinnar.

Mælingin kallast Ráðherrapúlsinn og eru niðurstöður birtast tvisvar á ári. Á tímabilinu 24. maí - 31 desember 2007 kom Björgvin fram í yfir 50% ljósvakafrétta sem tengdust honum eða hans ráðuneyti. Fyrri hluta ársins í fyrra mældist hins vegar Geir H. Haarde með mestu virknina en hann mælist nú í öðru sæti með um 47% virkni sem viðmælandi.

Í næstu sætum eru Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, Einar Kr. Guðfinnsson, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, Össur Skarphéðinsson, iðnaðarráðherra og Þórunn Sveinbjarnardóttir, umhverfisráðherra.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert