Samvinna Mexíkó og Íslands

Forsetar landanna ræddu virkjun jarðhita.
Forsetar landanna ræddu virkjun jarðhita. mbl.is/Helgi Bjarnason

Á fyrsta degi op­in­berr­ar heim­sókn­ar for­seta Íslands, Ólafs Ragn­ars Gríms­son­ar til Mexí­kó ræddi hann við for­seta lands­ins, Felipe Calderón en mun hafa komið fram fram rík­ur áhugi á að hrinda í fram­kvæmd fjöl­mörg­um sam­vinnu­verk­efn­um milli land­anna.

Sam­kvæmt frétta­til­kynn­ingu frá skrif­stofu for­seta Íslands bar hæst virkj­un jarðhita og annarra hreinna orku­gjafa en Mexí­kó hef­ur fjölþætta mögu­leika til að nýta sér reynslu Íslend­inga á því sviði, nýj­ung­ar á sviði sjáv­ar­út­vegs og fiskiðnaðar en þörf er á end­ur­skipu­lagn­ingu þeirr­ar at­vinnu­grein­ar í land­inu, rann­sókn­ir og sam­starf há­skóla og ýmis verk­efni á sviði menn­ing­ar, upp­eld­is og heil­brigðismála.

Full­trú­ar ís­lenskra fyr­ir­tækja og há­skóla sem skipa viðskipta­sendi­nefnd sem fylg­ir for­seta Íslands í heim­sókn­inni hafa átt viðræður við sam­starfsaðila í Mexí­kó og tekið þátt í sér­stök­um fund­um um sam­vinnu land­anna. Meðal fyr­ir­tækja og stofn­ana í viðskipta­sendi­nefnd­inni eru Lands­bank­inn, Glitn­ir, Geys­ir Green Energy, Há­skól­inn í Reykja­vík, RES orku­skóli, Mar­el og Lati­bær.

Íslensku sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæk­in Hóls­hyrna og Korni sem starfað hafa í Mexí­kó und­ir­rituðu á fyrsta degi heim­sókn­ar­inn­ar víðtæka sam­starfs­samn­inga við stjórn­völd í mexí­kósk­um sjáv­ar­út­vegi, og Lati­bær mun á öðrum degi heim­sókn­ar­inn­ar kynna samn­inga við WalMart í Mexí­kó.

For­seti Mexí­kó lýsti yfir ein­dregn­um stuðningi við fram­boð Íslands til Örygg­is­ráðsins og til­kynnti að Mexí­kó vænti mik­il af sam­starfi við Ísland í ráðinu. Þá þáði hann með þökk­um boð um að heim­sækja Ísland til að styrkja enn frek­ar þau sam­starfs­verk­efni sem hér væru á dag­skrá.

Op­in­ber heim­sókn for­seta Íslands Ólafs Ragn­ars Gríms­son­ar til Mexí­kó hófst í gær­morg­un, þriðju­dag­inn 11. mars, þegar for­seti lagði blóm­sveig frá ís­lensku þjóðinni að minn­is­varða um frels­is­hetj­ur Mexí­kó.

For­seti Mexí­kó Felipe Caldr­ón Hinojosa og eig­in­kona hans Marga­rita Za­vala tóku á móti ís­lensku for­seta­hjón­un­um í bú­stað for­seta Mexí­kó, Los Pin­os. Eft­ir op­in­bera mót­töku­at­höfn fóru fram viðræður for­seta land­anna með þátt­töku Þor­gerðar Katrín­ar Gunn­ars­dótt­ur mennta­málaráðherra og Pat­riciu Espin­osa Can­tell­ano ut­an­rík­is­ráðherra Mexí­kó. Í kjöl­farið fylgdi fund­ur for­set­anna með sendi­nefnd­um.

Mennta­málaráðherra Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir und­ir­ritaði fyr­ir Íslands hönd þrjá samn­inga milli Mexí­kó og Íslands, samn­ing um tví­skött­un, samn­ing um sam­vinnu í orku­mál­um og samn­ing um vega­bréfs­árit­an­ir. Að lokn­um und­ir­skrift­un­um ávörpuðu for­set­ar land­anna blaðamanna­fund og gerði for­seti Mexí­kó þar ít­ar­lega grein fyr­ir þeim ár­angri sem viðræðurn­ar hefðu skilað.

Síðdeg­is bauð sendi­herra Íslands í Mexí­kó, Al­bert Jóns­son, Íslend­ing­um bú­sett­um í Mexí­kó til mót­töku.

Um kvöldið flutti for­seti fyr­ir­lest­ur í boði Alþjóðamálaráðs Mexí­kó og fjallaði hann um lofts­lags­breyt­ing­ar og orku­mál, einkum reynslu Íslend­inga af nýt­ingu jarðhita og gildi henn­ar í bar­átt­unni gegn gróður­húsa­áhrif­um. Nú­ver­andi og fyrr­ver­andi um­hverf­is­ráðherr­ar Mexí­kó tóku þátt í pall­borðsum­ræðum að er­ind­inu loknu.

Í dag hefst dag­skrá heim­sókn­ar­inn­ar með hring­borðsum­ræðum um end­ur­nýj­an­lega orku og mun Georg­ina Kessel orku­málaráðherra Mexí­kó taka þátt í þeim ásamt full­trú­um ís­lenskra orku­skóla, orku­fyr­ir­tækja og fjár­mála­stofn­ana.


mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert