Skattabreytingar hafa komið tekjuhærri hópum til góða

Efnahags- og framfarastofnunin, OECD, segir í nýrri skýrslu um skattkerfisbreytingar í aðildarríkjum stofnunarinnar, að á tímabilinu 2000 til 2006 hafi slíkar breytingar einkum komið lágtekjuhópum til góða. Á þessu séu þó nokkrar undantekningar, þar á meðal Ísland, þar sem skattkerfisbreytingar hafi einkum hinum tekjuhærri til góða.

Auk Ísland eru Ástralía, Kanada, Þýskaland, Kórea, Lúxemborg, Noregur og Bandaríkin í þessum hópi, að sögn OECD.

OECD segir, að í mörgum OECD-ríkjum hafi meðallaun hækkað umtalsvert milli áranna 2000 og 2006, þar af hafi launin hækkað um yfir 40% í níu ríkjum, þar á meðal Íslandi. Skattleysismörkin hafa hins vegar ekki fylgt verðbólgu þróun á Íslandi og því hafa skattar barnafólks sem hlutfall af tekjum hækkað hér á landi. Sama þróun hefur einnig orðið í Grikklandi, Kóreu og Mexíkó.  

Tilkynning OECD

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka