Strandaði í Sandgerði

Björgmundur er gerður út frá Bolungarvík.
Björgmundur er gerður út frá Bolungarvík. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

Björgunarsveitin í Sandgerði aðstoðaði við að draga bátinn Björgmund ÍS-49 á flot í morgun eftir að hann strandaði á sandskeri skammt frá höfninni í Sandgerði um klukkan hálf fimm í morgun. Báturinn er fimmtán tonna línubátur úr plasti. Ekki er vitað um skemmdir.

Björgmundur var á leið út úr höfninni í Sandgerði er hann strandaði en heimahöfn hans er Bolungarvík. Báturinn var smíðaður í Hafnarfirði 2005 og gerir aðallega út á þorsk og ýsu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert