Vernda miðborg gegn eðlisbreytingum

Eva María Jónsdóttir var kosinn formaður bráðabirgðastjórnar samtakanna.
Eva María Jónsdóttir var kosinn formaður bráðabirgðastjórnar samtakanna.

Eva María Jónsdóttir dagskrárgerðarmaður var í gærkvöldi kjörin formaður bráðabirgðastjórnar íbúasamtaka miðborgar. Stofnfundur samtakanna var haldinn í Iðnó í gærkvöldi. „Markmið okkar hlýtur að vera að taka þátt í því að vernda hverfið okkar gegn ekki bara stigsbreytingum heldur eðlisbreytingum," sagði Eva María í samtali við Fréttavef Morgunblaðsins.

 „Það þekkja allir þá stöðu sem upp er komin að menn geta keypt upp heilu göturnar og gert það sem þeim sýnist," sagði Eva María. Hún bætti því við að þetta ásamt almennum sóðaskap í miðborginni væri efst á lista baráttumála samtakanna.

Eva María sagði að hlutverk samtakanna yrði að afla og miðla upplýsingum til  íbúa hverfisins til að gera fólk meðvitaðra um rétt sinn og hvetja það til að hafa áhrif á sitt nærumhverfi.

Stefnt er að því að halda aðalfund samtakanna næsta haust. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert