Össur Skarphéðinsson, iðnaðarráðherra, sagði í fréttum Útvarpsins, að bæjarstjórnir Reykjanesbæjar og Garðs hefðu átt að bíða með að veita Norðuráli framkvæmdaleyfi vegna álvers í Helguvík. Heppilegra væri fyrir efnahag þjóðarinnar að bíða með framkvæmdirnar svo Seðlabankinn geti farið að lækka stýrivexti.
Bergur Elías Ágústsson, sveitarstjóri Norðurþings, sagði í fréttum Útvarpsins, að byggingaleyfi fyrir álver í Helguvík truflaði á engan hátt undirbúning álvers á Bakka. Sagðist Bergur enga ástæðu til að bregðast sérstaklega við þeim fregnum og hafnaði því að verkefnið í Helguvík sé komið lengra en undirbúningur á Bakka.