Bótaskyldur vegna ævisögu

Hús Hæstaréttar.
Hús Hæstaréttar. mbl.is/Brynjar Gauti

Hæstirétt­ur hef­ur dæmt Hann­es Hólm­stein Giss­ur­ar­son til að greiða Auði Lax­ness, ekkju Hall­dórs Lax­ness, 1,5 millj­ón­ir króna í fé­bæt­ur fyr­ir brot á höf­und­ar­rétti í fyrsta bindi af ævi­sögu Hall­dórs. Þá er Hann­es Hólm­steinn dæmd­ur til að greiða 1,6 millj­ón­ir í máls­kostnað.

Héraðsdóm­ur Reykja­vík­ur hafði áður sýknað Hann­es Hólm­stein af kröf­um Auðar. Hæstirétt­ur vísaði frá kröfu Auðar um að Hann­esi Hólm­steini yrði dæmd refs­ing sam­kvæmt höf­und­ar­rétt­ar­lög­um en talið var að frest­ur til að höfða einkarefsi­mál hefði verið liðinn.

Auður taldi, að Hann­es Hólm­steinn hefði í 120 til­vik­um nýtt sér í mikl­um mæli texta Hall­dórs Lax­ness í fyrsta bindi ævi­sög­unn­ar, sem kom út árið 2003 og og með því framið um­fangs­mik­il brot á höf­unda­rétti.

Hæstirétt­ur taldi, að Hann­es hefði í um það bil tveim­ur þriðju hluta þeirra til­vika, sem Auður til­greindi, brotið með fé­bóta­skyld­um hætti gegn höf­unda­rétti að verk­um Hall­dórs með því að nýta sér texta hans ým­ist lítið breytt­an eða nokkuð breytt­an en haldið stíl­ein­kenn­um og notað þá ein­staka setn­ing­ar og setn­ing­ar­brot notuð lítt breytt og án þess að vísa til heim­ild­ar.

Hæstirétt­ur féllst ekki á það með Hann­esi, að alls­herj­ar­til­vís­un hans í fimm minn­ing­ar­bæk­ur Hall­dórs Lax­ness í eft­ir­mála ævi­sög­unn­ar upp­fyllti skil­yrði   höf­unda­laga um til­vís­un.

Í dómi Hæsta­rétt­ar seg­ir, að í mála­til­búnaði sín­um fyr­ir Hæsta­rétti hafi Auður byggt á því að ef litið væri til allra til­vik­anna hefði Hann­es nýtt sér 320 síður eða byrjaðar síður úr rit­verk­um Hall­dórs. Því var ekki sér­stak­lega mót­mælt. Séu hin fé­bóta­skyldu til­vik met­in með svipuðum hætti gætu þau sam­svarað rúm­lega 210 síðum eða byrjuðum síðum úr verk­um skálds­ins.

Dóm­ur Hæsta­rétt­ar

Halldór Laxness.
Hall­dór Lax­ness.
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka