Fagna gagnrýni umhverfisráðherra

Nátt­úru­vernd­ar­sam­tök Íslands fagna gagn­rýni um­hverf­is­ráðherra á samþykkt­ir bæj­ar­stjórna Garðs og Reykja­nes­bæj­ar. Sam­tök­in lýsa yfir full­um stuðningi við kæru Land­vernd­ar og krefjast þess að um­hverf­is­ráðherra ógildi álit Skipu­lags­stofn­un­ar um ál­ver í Helgu­vík og tryggi með þeim hætti að fram fari heild­stætt um­hverf­is­mat fyr­ir ál­ver, orku­flutn­inga og þær virkj­an­ir sem óhjá­kvæmi­lega þarf að ráðast í. Þetta kem­ur fram á vef sam­tak­anna.

„Fyr­ir kæru Land­vernd­ar liggja gild rök sem m.a. byggja á mark­miðum til­skip­un­ar Evr­ópu­sam­bands­ins um mat á um­hverf­is­rá­hrif­um þess efn­is að all­ar upp­lýs­ing­ar liggi fyr­ir þegar ákvörðun er tek­in. Þess vegna ber ráðherra að ógilda álit Skipu­lags­stofn­un­ar og taka þannig af öll tví­mæli um að fram verði að fara nýtt og heild­stætt mat á um­hverf­isáhrif­um.

Útgáfa Reykja­nes­bæj­ar og Garðs á fram­kvæmda­leyfi er ótíma­bær gjörn­ing­ur í kapp­hlaupi um til­tæk­ar heim­ild­ir fyr­ir los­un gróður­húsaloft­teg­unda frá nýrri stóriðju; heim­ild­ir sem ein­ung­is nægja fyr­ir eitt lítið ál­ver enn. Ákvörðun Reykja­nes­bæj­ar og Garðs er því at­laga að skuld­bind­ing­um Íslands í lofts­lags­mál­um og afar brýnt að um­hverf­is­ráðherra grípi þar inn. Að öðrum kosti skap­ast illt for­dæmi sem önn­ur ál­fyr­ir­tæki munu nýta sér."

Sjá nán­ar á vef Nátt­úru­vernd­ar­sam­taka Íslands 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert