Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann á þrítugsaldri í 6 mánaða fangelsi fyrir brot gegn valdstjórininni og fyrir að aka bíl undir áhrifum fíkniefna.
Brotin framdi maðurinn í nóvember á síðasta ári. Lögreglan veitti honum eftirför vegna gruns um að hann væri að aka undir áhrifum fíkniefna. Maðurinn flúði út úr bílnum og veittist síðan að lögreglumanni og tók hann hálstaki.
Maðurinn hefur áður verið dæmdur fyrir ýmis brot, þar á meðal brot gegn valdstjórninni og í 7 ára fangelsi árið 2003 fyrir manndrápstilraun og ítrekaðar sérlega hættulegar líkamsárásir.