Fékk barka í skrúfuna

Fossá ÞH 362 er gerð út frá Þórshöfn á Langanesi.
Fossá ÞH 362 er gerð út frá Þórshöfn á Langanesi. mbl.is/þorgeir Baldursson

Skel­veiðiskipið Fos­sá ÞH362 fékk barka í skrúf­una aust­an við Langa­nes klukk­an hálf fimm í nótt og bíður nú aðstoðar á Eiðis­vík. Tveir björg­un­ar­sveit­ar­bát­ar eru á leið til að draga Fos­sána til lands. „Það er fínt veður þarna og þeir létu bæði plóg­inn og an­keri falla til að halda sér stöðugum," sagði vakt­stjóri Land­helg­is­gæsl­unn­ar í sam­tali við Frétta­vef Morg­un­blaðsins.

Fos­sá er 250 lesta skip og eru fjór­ir menn um borð en ekk­ert hættu­ástand hef­ur skap­ast.

Björg­un­ar­bát­arn­ir Svein­björn Svein­björns­son frá Vopnafirði og Gunn­björg frá Raufar­höfn stefna nú á slysstað og er reiknað með að þeir nái þangað um klukk­an hálf átta. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert