Góðar móttökur í Mexíkó

Ólafur Ragnar Grímsson ásamt Viðskiptasendinefnd
Ólafur Ragnar Grímsson ásamt Viðskiptasendinefnd

Viðskipta­sendi­nefnd­inni í fylgd med for­seta Íslands í Mexí­kó hef­ur verið afar vel tekið, en flest fyr­ir­tæk­in komu til Mexí­kó­borg­ar á mánu­dag og taka þátt í dag­skrá og viðskipa­fund­um út vik­una, að því er fram kem­ur í frétta­til­kynn­ingu.

For­seti Mexí­kó bauð full­trú­um fyr­ir­tækj­anna og öðrum gest­um á opn­un­ar­hátíð og hátíðar­há­deg­is­verð á þriðju­dag en fyrr um morg­un­inn stóð Útflutn­ings­ráð fyr­ir kynn­ing­ar­fundi um viðskipta­tæki­færi í Mexí­kó.

Í dag var mik­ill Íslands­dag­ur á Cam­ino Real hót­el­inu. Ann­ars veg­ar var hald­inn 60 manna orkufund­ur med ís­lensk­um orku­fyr­ir­tækj­um og há­skól­um og lyk­ilaðilum heima­manna í orku­geir­an­um. Í næsta sal stóð Lati­bær fyr­ir mjög fjöl­mennri kynn­ingu á sinni starf­semi og skrifaði í lok kynn­ing­ar­inn­ar und­ir tíma­móta­samn­ing við Walmart. Lati­bær er óhemju vin­sæll hér í Mexí­kó og Magnúsi Scheving er tekið sem þjóðhetju af ung­um sem öldn­um hvert sem hann fer.

Ferðaþjón­usta er at­vinnu­veg­ur á mik­illi upp­leið í Mexí­kó og Foss­hót­el hef­ur staðið í ströngu hér við að kynna Ísland sem væn­leg­an áfangastað fyr­ir heima­menn við mikl­ar og góðar und­ir­tekt­ir.

For­seti Íslands, Ólaf­ur Ragn­ar Gríms­son og mennta­málaráðherra, Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir hafa tekið mik­inn þátt í viðskipta­hlut­an­um og stutt vel við bakið á fyr­ir­tækj­un­um eins og þeirra er von og vísa. Sendi­herr­ar þjóðanna, Al­bert Jóns­son og Martha Bárcena Coqui hafa einnig tekið mik­inn þátt í að gera hlut fyr­ir­tækj­anna sem mest­an, enda afar mik­il­vægt fyr­ir viðskiptaaðila Mexí­kó að vera í góðum tengsl­um bæði við einkaaðila og hið op­in­bera.

Eft­ir­tal­in fyr­ir­tæki eru þátt­tak­end­ur í viðskipta­sendi­nefnd­inni: Foss­hót­el, Geys­ir Green Energy, Glitn­ir, Ice­land America Energy, Há­skól­inn í Reykja­vík, Hóls­hyrna, Korni, Lands­banki, Lati­bær, Mar­el, RES og REYST.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert