Heildaraflinn dregst saman um 22%

mbl.is

Heildarafli íslenskra skipa í nýliðnum febrúarmánuði, metinn á föstu verði, var 27,1% minni en í febrúar 2007. Það sem af er árinu hefur aflinn dregist saman um 22% miðað við sama tímabil 2007, sé hann metinn á föstu verði. 

Aflinn nam alls 85.136 tonnum í febrúar 2008 samanborið við 238.125 tonn í febrúar 2007.

Botnfiskafli dróst saman um tæplega 3.800 tonn frá febrúarmánuði 2007 og nam rúmum 40.700 tonnum. Þorskafli dróst saman um 7.200 tonn, ýsuaflinn jókst um 2.500 tonn og ufsaaflinn um 1.500 tonn.

Afli uppsjávartegunda nam rúmum 43.000 tonnum og dróst saman um rúm 148.000 tonn frá febrúar 2007. Loðnuaflinn var 30.900 tonn og dróst saman um rúm 158.000 tonn en afli kolmunna var rúm 12.100 tonn og jókst um 10.000 tonn frá sama tíma 2007. Flatfiskaflinn var 1.300 tonn í febrúar og dróst saman um rúm 800 tonn. Skel- og krabbadýraafli var 46 tonn samanborið við 24 tonna afla í febrúar 2007, að því er segir á vef Hagstofu Íslands.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert