Íbúðaverð lækkaði um tæpa prósentu

Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu lækkaði í febrúar um 0,9% frá janúar, samkvæmt útreikningum Fasteignamats ríkisins. Síðastliðna 3 mánuði hækkaði vísitalan um 0,6%, síðastliðna 6 mánuði hefur hún hækkað um 2,7% og hækkun síðastliðna 12 mánuði var 12,7%.

Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu sýnir breytingar á vegnu meðaltali fermetraverðs. Er henni ætlað að varpa ljósi á þróun fasteignaverðs samkvæmt þeim gögnum sem liggja fyrir á hverjum tíma. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka