Iðnaðarmenn samþykkja samninga

Öll aðildarfélög Rafiðnaðarsambandsins og Samiðnar hafa samþykkt nýgerða kjarasamninga á almenna vinnumarkaðinum með miklum mun.

Í flestum aðildarfélögum Samiðnar voru 70 til 90% þeirra sem greiddu atkvæði samþykkir samningunum. Í tveimur félögum þar sem kosningaþátttaka var nokkuð góð voru þeir samþykktir með öllum greiddum atkvæðum.

Félagsmenn í Rafiðnaðarsambandi Íslands samþykktu nýgerða kjarasamninga með 70,8% atkvæða. Talningu atkvæða lauk um miðjan dag í gær. Á kjörskrá voru 2.930 og greiddu 476 atkvæði eða 16,25%.

129 sögðu nei eða 27,1%, 337 sögðu já, eða 70,8%. Auðir og ógildir seðlar voru 10 eða 2,1%.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert