Nafnabreytingar á sjónvarpsstöðvum 365 miðla

Merki 365 miðla.
Merki 365 miðla.

Frá og með deginum í dag munu allar sjónvarpsstöðvar 365 miðla verða kenndar við Stöð 2 - að viðbættu frekara auðkenni.

Þannig hefur Sýn fengið nafnið Stöð 2 Sport.   Sýn 2 er Stöð 2 Sport 2.  Sirkus heitir hér eftir Stöð 2 Extra.  Fjölvarpið er Stöð 2 Fjölvarp og Stöð 2 Bíó verður áfram Stöð 2 Bíó.  M12 tryggðarklúbburinn verður Stöð 2 Vild.

Fram kemur í tilkynningu frá 365 miðlum að tilgangurinn með þessari nafnabreytingu sé að hnitmiða og skerpa á ímynd og markaðsstarfi sjónvarpsstöðvanna.

Beinar útsendingar frá Formúlu 1 kappakstrinum munu því hefjast í kvöld á sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Sport. Þá verða beinar útsendingar frá æfingum í Ástralíu en um helgina verður svo sýnt beint
á sömu stöð frá öllu því sem tengist þessari fyrstu keppni í nýrri mótaröð.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert