Nafnabreytingar á sjónvarpsstöðvum 365 miðla

Merki 365 miðla.
Merki 365 miðla.

Frá og með deg­in­um í dag munu all­ar sjón­varps­stöðvar 365 miðla verða kennd­ar við Stöð 2 - að viðbættu frek­ara auðkenni.

Þannig hef­ur Sýn fengið nafnið Stöð 2 Sport.   Sýn 2 er Stöð 2 Sport 2.  Sirk­us heit­ir hér eft­ir Stöð 2 Extra.  Fjölvarpið er Stöð 2 Fjölvarp og Stöð 2 Bíó verður áfram Stöð 2 Bíó.  M12 tryggðar­klúbbur­inn verður Stöð 2 Vild.

Fram kem­ur í til­kynn­ingu frá 365 miðlum að til­gang­ur­inn með þess­ari nafna­breyt­ingu sé að hnit­miða og skerpa á ímynd og markaðsstarfi sjón­varps­stöðvanna.

Bein­ar út­send­ing­ar frá Formúlu 1 kapp­akstr­in­um munu því hefjast í kvöld á sjón­varps­stöðinni Stöð 2 Sport. Þá verða bein­ar út­send­ing­ar frá æf­ing­um í Ástr­al­íu en um helg­ina verður svo sýnt beint
á sömu stöð frá öllu því sem teng­ist þess­ari fyrstu keppni í nýrri mótaröð.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka