Ný göng og tvöföldun

Vaðlaheiðargöng og tvö­föld­un Suður­lands­veg­ar hafa verið sett á sam­göngu­áætlun og von­ast er til að fram­kvæmd­ir geti jafn­vel haf­ist í haust. Áformað er að kynna þetta á blaðamanna­fundi í dag.

Með því að setja fram­kvæmd­irn­ar á sam­göngu­áætlun er búið að taka ákvörðun um legu og fram­kvæmd þess­ara tveggja verk­efna og setja þau í for­gang. Sam­kvæmt heim­ild­um 24 stunda hef­ur viðauki við gild­andi sam­göngu­áætlun þar sem þetta kem­ur fram verið samþykkt­ur í þing­flokk­um beggja stjórn­ar­flokk­anna.

Verður 2+2 veg­ur

Sam­göngu­mál höfuðborg­ar­svæðis skoðuð

Þá verða út­færsl­ur á fjöl­mörg­um tengi­veg­um í lands­byggðar­kjör­dæm­um einnig kynnt­ar. Um er að ræða stutta vegakafla, fimm til tíu kíló­metra langa, sem smærri verk­tak­ar á lands­byggðinni ráða við að sinna. Þess­ar fram­kvæmd­ir þurfa held­ur ekki að fara í um­hverf­is­mat og því hægt að ráðast í þær fljót­lega til að mæta niður­sveiflu í at­vinnu­líf­inu.


mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka