Sala á saumavélum stöðvuð

mbl.is/Július

Lög­regl­an á Sel­fossi stöðvaði sölu á sauma­vél­um á Sel­fossi í gær.  Ástæðan var beiðni frá Neyt­enda­stofu um að kanna heim­ild er­lendra aðila til sölu á sauma­vél­un­um frá þekkt­um fram­leiðanda, er fram kem­ur á frétta­vef Lög­regl­unn­ar. 

Aðdrag­andi máls­ins var sá að er­lend­ir aðilar höfðu flutt inn hátt á fimmta hundrað sauma­véla til lands­ins sem þeir ætluðu að selja á fjór­um dög­um.  Sal­an fór fram í Reykja­vík, Hafnar­f­irði og á Sel­fossi.  Sauma­vél­arn­ar og sölustaðir voru aug­lýst­ir op­in­ber­lega.  Fyrstu þrjá dag­ana fór sal­an fram á höfuðborg­ar­svæðinu og síðasta dag­inn á Sel­fossi.  Sauma­véla­sal­arn­ir höfðu selt tæp­lega helm­ing þeirra sauma­véla sem þeir fluttu inn.  Á Sel­fossi náðu þeir að selja tvær sauma­vél­ar þegar starf­sem­in var stöðvuð og sölu­menn­irn­ir, sem voru þrír, færðir á lög­reglu­stöð þar sem þeir voru yf­ir­heyrðir. 

Í yf­ir­heyrsl­um báru þeir að hafa leitað til viður­kenndra op­in­berra aðila auk einka­fyr­ir­tækja og fengið ráð og leiðbein­ing­ar um hvernig standa ætti að söl­unni.  Rann­sókn held­ur áfram og bein­ist að meintu broti á lög­um um versl­un­ar­at­vinnu.  Aðilar þess­ir hafa áður komið hér til lands til sölu á saum­vél­um og mun lög­regla og op­in­ber­ir aðilar þá hafa haft af­skipti af þeim en ekk­ert aðhafst.    

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka