Umferðarslys í Kömbunum

Frá slysstað í Kömbunum í dag.
Frá slysstað í Kömbunum í dag. mbl.is/Guðmundur Karl

Umferðarslys varð á Suðurlandsvegi ofarlega í Kömbunum í dag.  Þrír voru fluttir á slysadeild í Reykjavík, en einn til var fluttur til skoðunar á Selfossi.

Að sögn lögreglunnar á Selfossi átti slysið sér stað þar sem þrjár akreinar eru á veginum, tvær í vestur og ein í austur. Jeppi var á leið upp Kamba og rann til í krapa og lenti við það utan í fólksbifreið sem var á akrein hægra megin við.  Jeppinn snérist í hálfan hring og rann aftur á bak yfir á þann vegarhelming sem ætlaður er umferð til austurs.  Í því kom jepplingur úr vestri og skipti engum togum að hann skall á afturenda jeppans sem rann aftur á bak á móti jepplingnum.

Að sögn lögreglu eru jeppinn og jepplingurinn mjög skemmdir ef ekki ónýtir.  Ekki er talið að þeir sem voru fluttir á slysadeild séu lífshættulega slasaðir en nánari upplýsingar lágu ekki fyrir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert