65 staðnir að hraðakstri

Sextíu og fimm ökumenn voru staðnir að hraðakstri á Ásbraut og í Hlíðarbergi í Hafnarfirði í dag og í gær en þar var staðsett ómerkt lögreglubifreið sem er búin myndavélabúnaði, að því er fram kemur í fréttatilkynningu.

Reynslan hefur sýnt að notkun slíks búnaðar gefur gagnlegar upplýsingar um ástand umferðarmála og auðveldar leit að lausnum þar sem þeirra er þörf. Mælingarnar eru hluti af sérstöku umferðar- og hraðaeftirliti í og við íbúðargötur í umdæminu en unnið er eftir ábendingum frá starfsmönnum svæðisstöðva lögreglunnar.

Brot 21 ökumanns var myndað á Ásbraut, nærri leikskólanum Stekkjarási, fyrir hádegi í dag. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið í suðurátt en þarna er 50 km hámarkshraði. Á einni klukkustund fór 51 ökutæki þessa akstursleið og því ók stór hluti ökumanna, eða 41%, of hratt eða yfir afskiptahraða. Meðalhraði hinna brotlegu var 68 km/klst. Sjö óku á 70 km hraða eða meira en sá sem hraðast ók mældist á 84.

Brot 11 ökumanna voru mynduð á Ásbraut, á milli Goða- og Vörðutorgs, fyrir hádegi í dag. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið í vesturátt en þarna er 50 km hámarkshraði. Á einni klukkustund fóru 92 ökutæki þessa akstursleið og því óku 12% ökumanna of hratt eða yfir afskiptahraða. Meðalhraði hinna brotlegu var rúmlega 64 km/klst. Sá sem hraðast ók mældist á 70.

Brot 33 ökumanna voru mynduð í Hlíðarbergi, við Setbergsskóla, eftir hádegi í gær. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið í vesturrátt en þarna er 30 km hámarkshraði. Á einni klukkustund fóru 111 ökutæki þessa akstursleið og því óku 30% ökumanna of hratt eða yfir afskiptahraða. Meðalhraði hinna brotlegu var tæplega 44 km/klst. Þrír óku á 50 km hraða eða meira en sá sem hraðast ók mældist á

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert