93 greindust með salmonellusýkingu í fyrra

Landspítali.
Landspítali.

Samkvæmt upplýsingum frá sýkladeild Landspítala greindust 93 einstaklingar á Íslandi með salmonellusýkingu á árinu 2007 og er það svipaður fjöldi og greinst hefur síðastliðin ár. Ekki varð vart við hópsýkingar af völdum salmonellu á árinu sem leið.

Einungis 16 þessara 93 salmonellutilfella eru talin vera af innlendum uppruna, í 64 tilfellum er uppruni smits í öðrum löndum og í 16 tilfellum er óvíst um uppruna smitsins. Algengustu löndin þar sem fólk smitast eru Spánn og þar á eftir er Tyrkland, samkvæmt Farsóttarfréttum landlæknisembættisins.

Samtals greindust 93 einstaklingar með kampýlóbaktersýkingu
samkvæmt upplýsingum frá sýkladeild Landspítala. Talið er að tæplega helmingur þeirra sem sýktust, eða 41, hafi smitast hérlendis, 47 manns hafi orðið fyrir smiti erlendis og óvíst er um uppruna hjá fimm einstaklingum.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert