„Hægt að stytta bið eftir Sundabraut"

„Það sem er mjög brýnt er að ríkisstjórnin taki af skarið um það að Sundabraut sé forgangsmál og að hún verði lögð í göngum,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarfulltrúi, en í gær var tilkynnt að ráðist yrði í bæði tvöföldun Suðurlandsvegar og gerð Vaðlaheiðarganga á undan Sundabraut. Hann segir að það sem tefji lagningu Sundarbrautar sé dauðahald Vegagerðarinnar í hina svonefndu innri leið. „Borgarstjórn hefur tekið af skarið um að Sundabraut ætti að vera í göngum. Það væri því hægt að stytta biðina eftir Sundabraut um marga mánuði með því að taka af skarið um leiðarvalið og ýta innri leiðinni út af borðinu.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert