„Það sem er mjög brýnt er að ríkisstjórnin taki af skarið um það að Sundabraut sé forgangsmál og að hún verði lögð í göngum,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarfulltrúi, en í gær var tilkynnt að ráðist yrði í bæði tvöföldun Suðurlandsvegar og gerð Vaðlaheiðarganga á undan Sundabraut. Hann segir að það sem tefji lagningu Sundarbrautar sé dauðahald Vegagerðarinnar í hina svonefndu innri leið. „Borgarstjórn hefur tekið af skarið um að Sundabraut ætti að vera í göngum. Það væri því hægt að stytta biðina eftir Sundabraut um marga mánuði með því að taka af skarið um leiðarvalið og ýta innri leiðinni út af borðinu.“