Miklabrautin tjónamesta gatan

Miklabrautin er tjónamesta gatan á höfuðborgarsvæðinu.
Miklabrautin er tjónamesta gatan á höfuðborgarsvæðinu. Júlíus Sigurjónsson, julius@mbl.is

Í há­deg­inu verður kynnt skýrsla um um­ferðaró­höpp í For­varn­ar­hús­inu, og mun Ein­ar Guðmunds­son for­stöðumaður For­varna­húss­ins og höf­und­ur skýrsl­unn­ar greina frá tíðni og eðli um­ferðaró­happa á höfuðborg­ar­svæðinu árið 2007. 

Að sögn Ein­ars fjölgaði bíl­um um 6% frá 2006-2007 og tjón­um fjölgaði um 2% á milli ára. Tjón­um hef­ur fækkað hlut­falls­lega á miðað við fjölg­un bíla en Ein­ar seg­ir það áhyggju­efni að slösuðum ein­stak­ling­um hef­ur fjölgað.  Á höfuðborg­ar­svæðinu fjölgaði slösuðum ein­stak­ling­um um 9,2% sem er hlut­falls­lega minna en á lands­byggðinni þar sem slösuðum fjölgaði um 11%.   Í skýrsl­unni kem­ur fram að 13.700 óhöpp urðu á höfuðborg­ar­svæðinu árið 2007 og í þeim slösuðust 1800 manns.

Í skýrsl­unni er kostnaður sam­fé­lags­ins áætlaður vegna þess­ara tjóna en kostnaður trygg­ing­ar­fé­laga vegna tjóna í um­ferðinni í Reykja­vík einni jókst um 39% frá ár­inu 2006. Áætlað er að um­ferðartjón á höfuðborg­ar­svæðinu hafi kostað sam­fé­lagið 16 millj­arða á síðasta ári, en þá er miðað við greiðslur trygg­inga­fé­laga, greiðslur þeirra sem eru í órétti, og kostnaður við að fá lög­reglu, slökkvilið, og sjúkra­bíla á slysstað.

Tjóna­hæsta gat­an er Mikla­braut­in og tjóna­mestu gatna­mót­in eru gatna­mót Miklu­braut­ar og Kringlu­mýr­ar­braut­ar.  Að sögn Ein­ars slösuðust 110 manns á Miklu­braut­inni í fyrra og tjóna­kostnaður á göt­unni einni var 89 millj­ón­ir.

Mest aukn­ing er á aftaná­keyrsl­um og óhöpp­um þegar keyrt er á kyrr­stæða hluti, en aukn­ing­in er um 45%.  Aftaná­keyrsl­ur eru lang­flest­ar við stór gatna­mót, að sögn Ein­ars og seg­ir hann að það sé vís­bend­ing um að menn séu með hug­ann við annað þegar þeir eru að keyra.  Ein­ar seg­ir að koma þurfi þeim skila­boðum til öku­manna að akst­ur sé full vinna, og að menn verða að vera með fulla at­hygli við akst­ur.

Karl­menn a aldr­in­um 17-30 eru í tjóna­mesta hópn­um, og tjón­um hef­ur fjölgað hjá kon­um og nálg­ast þær karl­ana, að sögn Ein­ars.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert