Svifryksbinding bar árangur

Svifryksmengun í Reykjavík.
Svifryksmengun í Reykjavík. mbl.is/Brynjar Gauti

Svifryksmengun var undir heilsuverndarmörkum í dag þótt götur borgarinnar séu þurrar og verður stillt. Reykjavíkurborg segir að ástæðan sé sú að í nótt og í morgun voru 290 km eknir til að dreifa 27 þúsund lítrum af rykbindiefnum á allar helstu umferðargötur í Reykjavík.

Götur borgarinnar koma nú rykugar undan snjó en dreifing magnesíumklóríðs kemur í veg fyrir að svifryk þyrlist upp þegar bílar keyra hjá og valdi loftmengun. Köfnunarefnisdíoxið  er hins vegar ekki hægt að hefta því það kemur beint úr útblæstri bíla. Það mælist þó ekki yfir heilsuverndarmörkum í dag. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert