Tenging tryggingabóta við tekjur maka afnumin

Öryrkjar þurfa ekki lengur að taka mið af tekjum maka sinna þegar þeir áætla örorkubætur sem þeir fá þar sem almannatryggingafrumvarp félagsmálaráðherra var samþykkt einróma á Alþingi í gær en með því fellur tekjutenging tryggingabóta niður.

Breytingarnar taka gildi um næstu mánaðamót og þá munu vasapeningar vistmanna á stofnunum hækka um tæp 30% og frítekjumark verður afnumið.

Skerðingarhlutfall ellilífeyris verður jafnframt lækkað úr 30% í 25% og í byrjun júlí hækkar frítekjumark fólks á aldrinum 67-70 ára í 100 þúsund krónur á mánuði.

Fjárhæð aldurstengdra örorkuuppbóta hækkar á sama tíma og sett verður sérstakt 300 þúsund króna frítekjumark á lífeyrissjóðstekjur örorkulífeyrisþega.

Þá mun skerðing lífeyrisgreiðslna vegna innlausnar séreignasparnaðar vera afnumin á næsta ári.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert