Dýrt skólakerfi en launin lág

Íslenska skóla­kerfið kost­ar meira á hvern nem­anda en skóla­kerfi í flest­um öðrum OECD-ríkj­um. Hér­lend­is eru laun starfs­fólks dýr­asti liður­inn, hvort sem um er að ræða grunn-, fram­halds- eða há­skóla. Al­mennt er hægt að miða við að laun séu um tveir þriðju af kostnaðinum, skv. upp­lýs­ing­um frá Sam­bandi ís­lenskra sveit­ar­fé­laga og mennta­málaráðuneyt­inu.

Þó eru laun ís­lenskra kenn­ara með því lægra sem ger­ist inn­an OECD, sé miðað við lands­fram­leiðslu. Þetta vek­ur upp spurn­ingu um hvað af pen­ing­un­um verði.

Of margt starfs­fólk í skól­um?

Ei­rík­ur Jóns­son, formaður Kenn­ara­sam­bands Íslands, dreg­ur í efa að sann­gjarnt sé að miða Ísland við önn­ur OECD-ríki, m.a. vegna dreif­býl­is­ins. „Svona sam­an­b­urður er oft mjög sér­stak­ur. Varðandi fækk­un á kenn­ur­um myndi ég gjarn­an vilja hitta þann ein­stak­ling sem komst að þess­ari niður­stöðu. Það er mjög ein­falt að leggja til að fækka kenn­ur­um, eðli­legra væri að skoða skól­ana sjálfa og benda á hverj­ir séu of­mannaðir,“ seg­ir Ei­rík­ur.

Kostnaður skól­anna auk­ist

Starfs­fólki fjölgað um 45%

„Jafn­framt er kennslu­skylda ís­lenskra kenn­ara með því lægsta sem ger­ist inn­an OECD,“ seg­ir hann.

Á und­an­förn­um árum hef­ur kenn­ur­um fjölgað tals­vert en þeir voru rétt rúm­lega þrjú þúsund fyr­ir um ára­tug en orðnir tæp­lega 3800 árið 2006.

Þá hef­ur það verið stefn­an að ráða fleiri sér­kenn­ara sem sést á því að fjöldi þeirra hef­ur meira en tvö­fald­ast á tíma­bil­inu (úr 185 árið 1998 í 455 árið 2006). Að auki hef­ur verið ráðið í ýmis ný störf, t.d. voru á þriðja hundrað deild­ar­stjór­ar starf­andi í grunn­skól­um lands­ins árið 2006 en eng­inn sinnti því starfi árið 1998, skv. skóla­skýrslu Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga (2007). Að lok­um hef­ur starfs­fólk verið ráðið í störf fé­lags- og skólaliða svo eitt­hvað sé nefnt.

Marg­ir fá­menn­ir skól­ar

Árið 2004 var rúm­lega helm­ing­ur skóla lands­ins með tvö hundruð eða færri nem­end­ur og einn af hverj­um fimm skól­um með nem­end­ur und­ir fimm­tíu, skv. stjórn­sýslu­út­tekt Rík­is­end­ur­skoðunar á Jöfn­un­ar­sjóði sveit­ar­fé­lag­ana. Því er kostnaður sveit­ar­fé­lag­ana, sem reka grunn­skól­ana, mjög breyti­leg­ur en hann nam frá 528 þúsund­um upp í 3,4 millj­ón­ir á hvern nem­anda það ár, skv. Rík­is­end­ur­skoðun. Þá skal taka fram að hlut­fall kenn­ara­menntaðra kenn­ara á móti ófag­lærðum er mjög mis­mun­andi eft­ir landsvæðum. „Dæmi eru um að nær all­ir kenn­ar­ar skóla séu leiðbein­end­ur og eins að all­ir hafi kenn­ara­mennt­un,“ seg­ir í skýrsl­unni. Þetta get­ur skipt máli því að kenn­ar­ar eru á hærri laun­um en ófag­lærðir.

Fjöldi nem­enda á hvern kenn­ara hér­lend­is er und­ir meðaltali OECD, eða 11,3 á móti 13,8 og bekk­irn­ir eru minni. Þó er vert að hafa í huga að hér draga fá­menn­ir bekk­ir á lands­byggðinni meðaltalið niður, auk þess sem eitt­hvað er um ein­stak­lings­kennslu. Jafn­framt er bekkj­um skipt upp í ákveðnum grein­um.

Hægt að fækka skól­um?

„Það er stefn­an að halda land­inu í byggð og jafn­framt að börn geti sótt skól­ann í sinni heima­byggð. Við því má að mínu viti ekki hrófla. Ég get ekki séð hvar mætti fækka skól­un­um eins og er en þó gætu for­send­ur breyst, t.d. með sam­göngu­úr­bót­um,“ seg­ir Ei­rík­ur.

Í hnot­skurn
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert