Gaf út dagblað í 28 daga

Hilmar A. Kristjánsson blaðar í gömlum blöðum Myndar.
Hilmar A. Kristjánsson blaðar í gömlum blöðum Myndar. mbl.is/Árni Sæberg

Mynd var minn stóri draumur," segir Hilmar A. Kristjánsson, þegar hann fjallar um útgáfustarfsemi sína í samtali við Freystein Jóhannsson í sunnudagsblaði Morgunblaðsins.

Dagblaðið Mynd kom aðeins út í 28 daga sumarið ’62, þá skall á prentaraverkfall og Mynd kom ekki út aftur þegar því lauk. Fyrirmyndina sótti Hilmar til Bild Zeitung í Þýzkalandi. Mynd var fjórar síður í breiðsíðubroti með átta dálkum.

Í samtalinu lýsir Hilmar aðdragandanum að útgáfu Myndar, samstarfinu við Bild Zeitung og því stutta stríði sem blaðinu fylgdi. Hann segir Mynd hafa verið „óháð dagblað – ofar flokkum". „Já. Við ætluðum okkur stóra hluti. Og sögðum flokksblöðunum stríð á hendur. Þrátt fyrir endalokin var Mynd afskaplega skemmtilegt ævintýri. Það var svo mikill spenningur í kringum þetta allt," segir Hilmar.

Hann gaf líka út Vikuna um árabil og tímaritið Flugmál, sem hann segir hafa náð því að verða stærsta flugtímarit á Norðurlöndum.

Þegar best lét fór Vikan langleiðina í 25 þúsund eintök. „Þá var nú ekki hlaupið að því að fá innflutningsleyfi fyrir setjaravél," segir Hilmar, en Steindórsprent réð illa við Vikuna, „en ég frétti af því að Herbertsprent í Bankastræti ætti slíka nýja vél og ég falaði hana til kaups." Hins vegar varð það úr að Hilmar keypti prentsmiðjuna eins og hún lagði sig.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert