Götusmiðjan vill samstarf við sveitarfélögin

Götusmiðjan hefur kynnt sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu tillögur að samstarfi um rekstur neyðarathvarfs í Reykjavík og eftirmeðferðarheimilis sem yrði staðsett á Suðurlandi.

Í tillögum Götusmiðjunnar er neyðarathvarfið nefnt Götuskjól og stefnt að því að þar verði pláss fyrir allt að sextán einstaklinga, sex af hvoru kyni. Tilgangur með stofnun athvarfsins yrði „að ná til ungmenna sem komin eru í vítahring fíknar og afbrota“. Ítrekað hefur komið fram í viðtölum við skjólstæðinga Götusmiðjunnar að vera þeirra á götunni hafi ýtt undir harða neyslu fíkniefna og afbrot og mörg dæmi eru um að ungmenni hafi neyðst til að stunda vændi til að sjá sér farborða.

Kostar 60 milljónir á ári

Áætlaður rekstrarkostnaður Götuskjóls er 32 milljónir á ári en áætlaður rekstrarkostnaður Götuheimilisins er áætlaður 28 milljónir á ári. Enn á eftir að finna húsnæði fyrir starfsemina þó að ýmsir kostir séu í skoðun. Stefnt er að því að fá Reykjavíkurborg, Mosfellsbæ, Kópavog, Garðabæ, Hafnarfjörð, Akranes, Reykjanesbæ og Seltjarnarnes til samstarfs við Götusmiðjuna um þessa uppbyggingu.

„Ég reyndi hvað ég gat“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert