Íslendingar styðja ekki SÞ-umsókn Taívan

Hæsti skýjakljúfur í heimi, Taipei 101, í höfuðborg Taívans.
Hæsti skýjakljúfur í heimi, Taipei 101, í höfuðborg Taívans. Reuters

Kín­verska frétta­stof­an Xin­hua hef­ur eft­ir Ingi­björgu Sól­rúnu Gísla­dótt­ur, ut­an­rík­is­ráðherra, að Íslend­ing­ar geti ekki stutt þjóðar­at­kvæðagreiðslu, sem til stend­ur að halda á Taív­an um hvort sækja eigi um aðild að Sam­einuðu þjóðunum í nafni lands­ins. 

„Við telj­um að áformuð þjóðar­at­kvæðagreiðsla um aðild að Sam­einuðu þjóðunum í nafni Taív­an væri mis­tök og get­um ekki stutt hana," hef­ur Xin­hua eft­ir Ingi­björgu. „Slík at­kvæðagreiðsla eyk­ur hættu á spennu og óstöðug­leika á svæðinu."

Ingi­björg bætti við, að sögn Xin­hua, að Ísland, sem tók upp stjórn­mála­sam­skipti við Kína árið 1971, muni áfram styðja stefn­una um eitt Kína. Þá lýsti hún yfir ánægju með þróun sam­skipta land­anna tveggja og sagði að mikl­ir mögu­leik­ar fæl­ust í frek­ari sam­vinnu Íslands og Kína.  

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert