Lögregla vísaði bifhjólafólki frá Sandvík

Sandvík.
Sandvík. vf.is/Atli Már

Lögreglumenn á Suðurnesjum höfðu í dag afskipi af fólki, sem hugðist aka torfæruhjólum sínum í Sandvík á Reykjanesi en þar var samankominn nokkur fjöldi bifhjólafólks.

Fólkinu var vísað frá Sandvíkinni og komu nokkrir þeirra til lögreglustöðvarinnar í Keflavík þar sem þeir ræddu frekar við lögregluna um þær takmarkanir sem gilda um notkun torfæruhjóla og aðstöðuleysið sem háir eigendum slíkra tækja.

Lögreglan segir, að  tæki sem þessi megi einungis vera á þar til gerðum  afmörkuðum svæðum sem eru viðurkennd af yfirvöldum. Slíkt svæði sé ekki til staðar sem stendur á Suðurnesjum en torfæruhjólabrautin við Sólbrekku við Seltjörn mun vera ónothæf vegna framkvæmda  á akstursíþróttasvæði. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert