Vegagerð undir Jökli hafin á ný

Vegavinnumenn við Purkhólana upp af Malarrifi.
Vegavinnumenn við Purkhólana upp af Malarrifi. mynd/Hrefna

Eftir nokkurra vikna frí frá vegagerð undir Snæfellsjökli í skammdeginu er vinnuflokkur frá verktakafyrirtækinu Stafnafelli kominn aftur á svæðið. Vegavinnumennirnir eru  teknir til við vegagerðina á ný með sínum stórvirku vinnuvélum. 

Lokið var við meginhluta af vegagerðinni á síðasta ári en eftir er kaflinn úr Purkhólum að Dagverðará.  Þegar Stafnafellsmenn, sem margir undir Jökli kalla raunar Böðvarsholtsstráka,    hafa lokið við þann kafla verður kominn hringvegur  með bundnu slitlagi um utanvert Snæfellsnes.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert