VG segir heilbrigðisstofnanir í spennitreyju

mbl.is/ÞÖK

Þing­flokk­ur VG lýs­ir þung­um áhyggj­um af ástand­inu í heil­brigðis­kerf­inu og því upp­lausn­ar­ástandi sem þar er að skap­ast vegna fram­göngu heil­brigðisráðherra í skjóli Sjálf­stæðis­flokks og Sam­fylk­ing­ar.

Seg­ir flokk­ur­inn í álykt­un, að mik­il­væg­ustu heil­brigðis­stofn­un­um lands­manna sé haldið í fjár­hags­legri spennitreyju, vinnu­álag fari vax­andi á þegar und­ir­mönnuðum deild­um, vökt­um sé breytt í óþökk starfs­fólks og nú sé  haf­in handa­hófs­kennd einka­væðing ein­stakra þátta heil­brigðis­starf­sem­inn­ar eða heilla deilda.

„Af­leiðing­ar alls þessa birt­ast nú m.a. í hópupp­sögn­um sem að óbreyttu munu lama ómiss­andi kjarn­a­starf­semi í heil­brigðisþjón­ust­unni. Að lok­um gef­ast stjórn­end­ur upp fullsadd­ir af skeyt­ing­ar­leysi heil­brigðisráðherra og hroka­fullri fram­komu. Al­var­legra er þegar þeir eru bein­lín­is hrakt­ir úr starfi eins og nú hef­ur gerst með æðstu stjórn­end­ur Land­spít­al­ans. Þing­flokk­ur Vinstri­hreyf­ing­ar­inn­ar græns fram­boðs mun ganga eft­ir því að upp­lýst verðu um það mál," seg­ir í álykt­un­inni. 

Þá seg­ir VG, að á Alþingi brjóti Guðlaug­ur Þór Þórðar­son, heil­brigðisráðherra, blað og hrein­lega neiti að standa fyr­ir máli sínu gagn­vart því hinu sama þjóðþingi og hann sæki umboð sitt sem ráðherra til. Með því sé brot­in stjórn­skipu­leg grund­vall­ar­regla í þing­ræðis­ríki.

„Haldi ráðherra upp­tekn­um hætti er eng­in spurn­ing hvort hlýt­ur að víkja, ráðherr­ann eða þing­ræðið og heil­brigðis­kerfið. Vinstri­hreyf­ing­in-grænt fram­boð mun ekki láta rík­is­stjórn Sjálf­stæðis­flokks og Sam­fylk­ing­ar kom­ast þegj­andi og hljóðalaust upp með að vinna óbæt­an­leg skemmd­ar­verk á heil­brigðis­kerf­inu og flæma þaðan burtu í stór­um stíl mestu verðmæti þess, starfs­fólkið. Heil­brigðis­kerfið og mannauður þess er marg­falt mik­il­væg­ara en einn hroka­full­ur ráðherra, það er dýr­mæt­ara en heil rík­is­stjórn."

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert