Agaleysi við framkvæmd fjárlaga

Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, gerir fjármálastjórn opinberra stofnana að umtalsefni á heimasíðu sinni vegna þeirrar umræðu, sem orðið hefur um fjárhag embættis lögreglustjórans á Suðurnesjum að undanförnu.

Björn vísar m.a. í skýrslu Ríkisendurskoðunar frá síðasta ári um framkvæmd fjárlaga þar sem gagnrýnt er það agaleysi, sem einkennir framkvæmd fjárlaga og megi bæði rekja til forstöðumanna stofnana og stjórnenda þeirra ráðuneyta sem þær heyra undir. Það sé Alþingis að ákvarða umfang opinberrar þjónustu með fjárlögum hvers árs. Forstöðumenn einstakra ríkisstofnana hafi engu að síður tekið sér vald til að auka þjónustuna eða draga úr henni frá því sem löggjafinn hefur mælt fyrir um og ákvarðað sé með fjárveitingum til stofnananna.

Heimasíða Björns Bjarnasonar 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert