Brotist inn í Lyfju og félagsmiðstöð á Skagaströnd

mbl.is/Július

Brotist var inn í Lyfju á Skagaströnd í nótt og mikið magn lyfja tekið.  Að sögn lögreglunnar á Blönduósi var lögreglunni gert viðvart eftir að viðvörunarkerfi í apótekinu fór í gang.  Brotist var inn um bakdyr apóteksins og miklar skemmdir unnar á húsnæðinu, og m.a skemmdur eldtraustur skápur sem geymdi sterkari lyf, en reynt var að opna hann án árangurs.
  
Innbrotsþjófurinn tók mikið magn lyfja auk peninga úr kössum.  Einnig var brotist inn í félagsmiðstöðina Undirheima, sem er á hæðinni fyrir ofan í sama húsi.  Skjávarpi, hljómtæki, og peningar voru teknir þaðan.
Hljómtækin fundust svo innpökkuð og falin á bak við hús rétt hjá.

Að sögn lögreglu var ákveðinn maður strax grunaður en hann braust inn í sama apótek fyrir 3-4 vikum síðan.  Hann var handtekinn á heimili sínu í morgun þar sem hann svaf ölvunarsvefni í hrúgu lyfja og peninga.  Hann gistir nú fangageymslur og verður yfirheyrður þegar hann vaknar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert