Grunur um íkveikju í íbúð í Hrafnhólum

Eldur kom upp á annarri hæð hússins að Hrafnhólum 6-8.
Eldur kom upp á annarri hæð hússins að Hrafnhólum 6-8. Ljósmynd/Skarphéðinn

Grunur leikur á um íkveikju í mannlausri íbúð á annarri hæð í átta hæða fjölbýlishúsi í Hrafnhólum í Reykjavík í morgun þar sem eldur kom upp á tveimur stöðum. Allt tiltækt lið Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins var kallað þangað um tíuleytið, eftir margar ábendingar frá nágrönnum.

Töluverður reykur barst fram á stigagang. Íbúðin var mannlaus þegar komið var að en greiðlega gekk að slökkva eldinn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert