Handtekinn með 50 e-töflur

mbl.is/Júlíus

Átján ára ökumaður var stöðvaður við hefðbundið eftirlit lögreglunnar á Akranesi seinni part föstudags, en lögregla grunaði hann um að hafa fíkniefni undir höndum.  Hann var handtekinn á vettvangi og færður á lögreglustöð, en við leit á honum fundust 50 e-töflur. Að sögn lögreglunnar á Akranesi, var honum sleppt að lokinni skýrslutöku, en málið er í rannsókn. 

Í gær voru tveir ökumenn handteknir á Akranesi, grunaðir um að aka undir áhrifum fíkniefna, annar var ökumaður bíls, en hinn ökumaður torfæruhjóls.  Ökumennirnir voru færðir á lögreglustöð og teknar af þeim sýni til rannsóknar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert